Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2007 | 02:05
Þriðjudagurinn búinn
Það var nú það, frídagurinn minn í þessari viku búinn, og ég fékk ekkert frí (ekki til að tala um, að minnsta kosti), það var þvottur, tiltekt, snýtubréf og barnungar (frí í skólanum). En svona er að vera 3 barna móðir, alltaf nóg að gera.
Auðvitað ætti ég að vera steinsofandi núna en það er stundum erfitt að ná að sofna aftur eftir að vakna til pelagjafar (sérstaklega þegar kallinn hrýtur í eyrað á manni ), svo að ég ákvað að bæta inn eins og smá pistli, svo er líka notalegt að vera ein niðri í þögninni, nokkuð sem gerist ekki svo oft.
Nú er ég komin með dagsetningu á því að ég hætti loks að reykja, ég ætla að nota þessa síðu til að fá útrás á meðan, ég er að prófa einhverjar töflur sem eiga að gera þetta auðveldara (ég ætla að trúa rosalega fast á þær ), ég ætla sem sagt að hætta þann 26. nóv, eftir vinnu. Eftir að hafa reykt í 14 ár get ég ekki annað sagt en að ég kvíði pínu fyrir, hvað á ég þá að gera meðan ég er að lesa ?
Litli molinn minn hann Birgir er svo stíflaður í nebbanum sínum að hann er að brjálast, svo þarf mamma hans alltaf að vera snýta honum, sem er ekki vinsælt. Ég er að vona að þetta fari nú að lagast svo hann þurfi ekki að fara á einhver lyf, því hann er að hósta soldið með, hljómar pínu eins og þegar Stefanía mín var að fá fyrstu astma hóstaköstin sín, vona bara að þetta sé ekkert svoleiðis.
Stefanía er enn á engri mjólk prógramminu, er ekki frá því að þetta sé að virka, samt ætla ég að prófa að gefa henni smá mjólkurvöru í dulargervi til að athuga hvort hún sé nokkuð að feika þetta, hún er svo mikil dramadrottning að hún gæti alveg átt það til, sjáum til hvernig gengur.
Bjarni minn er með unglingaveikina frekar slæma þessa dagana, hann er þungur á fætur og seinn í rúmið og fljótur að verða fúll ef hann fær ekki það sem hann vill, en hann er svo ljúfur og góður á milli að hann er að mestu þægilegur unglingur, hann var á balli í félagsmiðstöðinni í kvöld og kom heim kófsveittur eftir að hafa dansað og skemmt sér konuglega, hann virðist ætla að hafa jafn gaman af dansi og Stebbi frændi hans sem var dansari af guðs náð, annars er dansinn ekki það eina sem þeir virðast eiga sameiginlegt, því þeir eru svo líkir að það mætti halda að hann væri sonur Stebba frekar en minn, set inn mynd af Stebba mínum svo þið getið séð. Svo virðist Birgir litli ætla að verða alveg eins, alla vega af myndunum af dæma, en þeir eru allir svo myndarlegir að það er allt í lagi.
En nú er ég búin að kjafta frá mér allt vit svo að ég segi þetta gott í bili, pikka meira seinna, þegar ég fæ aftur þörf fyrir smá útrás.
Skjáumst síðar.
Kveðja
Júllan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ég hef aldrei verið mikill tölvunörd svo að ég þigg alla hjálp sem ég get fengið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2007 | 11:58
helgin
Hæ hæ
Þá er helgin búin, við fórum á árshátíð Norðuráls á laugardag, heppnaðist alveg ágætlega. Annars var helgin tekin með ró og notuð til að sinna börnum og búi. Horfði á 3 pirates myndina (Depp og Bloom eru bara fallegir) alveg frábær mynd, slatti af bröndurum og passlega mikið af drama, mæli með henni. Birgir minn er alltaf að stækka, núna er hann að byrja að mjaka sér áfram á maganum og er með hendurnar í öllu, við urðum að loka eldhúsinu (hann getur opnað skápa og skúffur), það er búið að setja læsingu á kommóður og sparistell hirslurnar (drengurinn er algjör tætir). Stefanía mín er öll að hressast, en má enn ekki drekka nema smávegis mjólk (skil ekki af hverju þetta er núna að gerast, eiga ekki óþol að koma fram strax ?), hún er algjör prinsessa og er að fá unglingaveikina í smá skömmtum (dramadrottning), hún verður svakaleg eftir 2-3 ár. Bjarni er ljúfur og góður eins og alltaf, er að verða svo mannalegur, kominn í mútur og allt.
Jæja, litli kútur kallar, skrifa meira seinna.
Kveðja Júllan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2007 | 15:50
Jæja, allt er einhvern tímann fyrst
Nú er hafin mín fyrsta tilraun til að blogga, það á bara eftir að koma í ljós hvernig það gengur.
En allavega er heiðarleg tilraun betri en engin tilraun.
Kv. Júllan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)