helgin

Hæ hæ
Þá er helgin búin, við fórum á árshátíð Norðuráls á laugardag, heppnaðist alveg ágætlega. Annars var helgin tekin með ró og notuð til að sinna börnum og búi.  Horfði á 3 pirates myndina (Depp og Bloom eru bara fallegir) alveg frábær mynd, slatti af bröndurum og passlega mikið af drama, mæli með henni.  Birgir minn er alltaf að stækka, núna er hann að byrja að mjaka sér áfram á maganum og er með hendurnar í öllu, við urðum að loka eldhúsinu (hann getur opnað skápa og skúffur), það er búið að setja læsingu á kommóður og sparistell hirslurnar (drengurinn er algjör tætir). Stefanía mín er öll að hressast, en má enn ekki drekka nema smávegis mjólk (skil ekki af hverju þetta er núna að gerast, eiga ekki óþol að koma fram strax ?), hún er algjör prinsessa og er að fá unglingaveikina í smá skömmtum (dramadrottning), hún verður svakaleg eftir 2-3 ár.  Bjarni er ljúfur og góður eins og alltaf, er að verða svo mannalegur, kominn í mútur og allt.
Jæja, litli kútur kallar, skrifa meira seinna.
Kveðja Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka:) Sá þetta á msninu þínu og ákvað að kíkja. Sjáumst fljótlega! kv Helga Kristín

Helga Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband