Næturfærsla

Hæ þið
Það sem af er helginni er búið að vera fínt, ég fór í afmæli hjá Sigga frænda á föstudag og hitti helling af ættingjum, alveg ljómandi fínt teiti, snittur, heitir réttir og ávaxtagums í boði og svo auðvitað drykkir, bæði áfengir og óáfengir.
Á laugardag fór ég í bæinn og eyddi deginum hjá mömmu, hitti systir mína og mágkonu (Heiðdísi), svo var allt fullt af börnum líka, mikið fjör. Pöntuðum pizzu og spjölluðum mikið, mamma er alltaf æði.
En af mér er svo sem ekkert mikið að frétta, vinna, sofa og borða, svo reynir maður að sinna öllu hinu á milli.
Bjarni minn gistir nótt hjá vini sínum í Rvík og skemmtir sér eflaust vel.
 Stefanía mín er alltaf jafn mikil prinsessa, er núna með lausa tönn og bíður eftir að hún detti.
 Birgir minn er lítill þverhaus og er að ávinna sér nafnið Bröltólfur, hann getur alls ekki verið kyrr eitt augnablik, hann er að ryðja niður tönnum þessa dagana, komnar 3 tennur á 2 dögum og skapið eftir því, illt í munninum sínum og slefar eins og stór hundur, hann tók smá aríu fyrir mig í kvöld og endaði með að sofna í fanginu á mér meðan ég söng fyrir hann (hann vildi örugglega bara sleppa við sönginn) Wink. Kallinn er í vinnupartýi, kemur sennilega vel hífaður heim, híhí þá geri ég soldið grín að honum.
Á morgun er planið að baka jólasmákökur, við Stefanía ætlum að baka súkkulaðibitakökur (eins gott að baka helling, þær eru svo vinsælar), svo eru auðvitað brúnu augun og einhver ný tegund til að prófa (engar eggjakökur í ár, næ aldrei að gera þær eins góðar og hjá mömmu), ég held ég láti duga að baka 3 sortir þessi jólin svo að ég sitji ekki uppi með helling af afgöngum eftir jólin, kökurnar eru bara borðaðar á aðventunni. Jólaþrifin eru eins og alltaf alveg að fara að gerast en enda yfirleitt með smá rispum hér og þar rétt fyrir jól (mér finnst svo leiðinlegt að þrífa þegar ég hef ekki nógan tíma til að gera það almennilega). Jólagjafir eru komnar vel á veg, bara eftir að kaupa fyrir börnin í familien, 7-8 gjafir, klárast á einum degi í bænum.
2 dagar eftir af reykingum.
En ég ætla að fara að koma mér í svefn svo ég geti bakað á morgun, skrifa meira seinna.
Skjáumst
Kveðja
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ dúll :)

Dugnaðurinn í þær dúlla :D  Ég ætla bara að vona að ég verði svona obbó dugleg eins og þú ;)  Sammt ekki miklar líkur á því, enda öruglega með búðarsmákökur eins og svo oft áður hehe  Takk æði fyrir árshátíðina (myndirnar komnar)   Hafðu það úber dúber gott.  Kossar og knús  Minney Pinney ;)

Minney Pinney (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband