11.6.2008 | 05:00
Frá útlandinu
Hæhæ allir
Mér datt í hug að skrifa ykkur frá Chesapeake, Virginia þar sem við erum í rólegheitum hjá henni litlu systur minni.
Hér er búinn að vera 40 stiga hiti og sól, við erum búin að vera í sólbaði og dúllulegheitum síðan á föstudagskvöld, erum búin að fara aðeins í wal mart og Target að versla. Sundlaugin í garðinum er æðisleg og slatta búið að nota hana.
Á morgun miðvikudag förum við Ásrún í skoðun og fáum þá að vita hvort við getum farið í aðgerð til að leiðrétta sjónina, svona laser aðgerð. Við erum báðar að passa okkur að gera okkur engar vonir svo við verðum ekki fyrir vonbrigðum ef ekkert gerist, en það er ferlega erfitt að passa þetta, þvílíkur lúxus sem það væri að geta vaknað á morgnana og þurfa ekki gleraugu, bara opna augun og sjá. Krossum puttana.
Stefanía mín á afmæli í dag, hún er orðin 10 ára stúlkan, mikið hrikalega líður tíminn hratt, mér finnst eins og hún hafi verið lítil í gær. Við erum búin að kaupa afmælisgjöf handa henni og komum með hana heim 28.júní. Það er ekki alveg það sem hún bað um en ég held að hún verði glöð, það sem hún vildi fá er einum of stórt til að burðast með heim, við ætlum samt að kaupa eitt og annað stórt og fá að setja í gáminn hjá Ásrúnu og Chemon þegar þau flytja heim í haust.
En nú ætla ég að fara að sofa, stór dagur á morgun.
Skjáumst
Júllan
Athugasemdir
En spennandi. Eins og þú veist þá mæli ég eindregið með aðgerðum fyrir staurblinda - sérstaklega svona aðgerðum í útlöndum þar sem maður getur farið með leppinn að versla daginn eftir án þess að heilu sagnabálkarnir fari af stað hjá kjaftakerlingum bæjarins.
Fæ væntanlega fréttir af ykkur á morgun - hlakka til að heyra hvernig fór...
Knús á línuna
Heiðdís
Heiðdís (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:38
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 13.6.2008 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.