Líður að jólum

Halló allir,
nú eru alveg að koma jól og allir komnir í dúndrandi jólaskap, hér er allt á réttu róli með skreytingar, bakstur og innkaup (sem sagt, á síðasta snúningi) Whistling.  Krakkarnir byrja í jólafríinu á föstudag, og ég á sunnudag, ég var svo heppin að fá frí öll jólin svo að ég á eftir að njóta þess að vera með börnunum mínum og sjá gleðina ljóma úr augunum.
 Þetta verða fyrstu jólin sem Birgir minn verður með einhverju viti til að opna pakka, hef bara smá áhyggjur að jólatréð verði að vera bundið í loftið, hann á líklega eftir að sjá í hillingum að fá soldið að tæta.
 Bjarni minn er langt kominn með gelgjuna, hann er allur að verða rólegri í skapinu, kannski líka af því að það er minni spenna á heimilinu, allt voða rólegt.
 Stefanía er algjör prinsessa, lætur dekra við sig og skammast sín ekkert fyrir það, annars er hún svo heillandi að hún fær að komast ótrúlega mikið upp með það.
 Ég er að minnka soldið vinnuna hjá mér, reyni að fækka aukavöktum. Er búin að komast að því að það borgar sig ekki að vera alltaf uppgefin og geta ekki notið lífsins og fjölskyldunnar á kostnað veraldlegra gæða.
Við systurnar fórum á Frostrósa tónleika um síðustu helgi, ég held að ég geti sagt alveg hreinskilningslega að þetta voru bestu tónleikar sem ég hef upplifað, alla vega var gæsahúðin stöðug og svo streymdu tárin öðru hverju, ég er ekki sú sterkasta þegar kemur að tilfinningum, skæli við minnsta tilefni, sérstaklega þessa dagana.
En ég er að reyna að finna hamingjuna, hún kemur varla í jólapakka, en einhversstaðar er hún, ég geri mér grein fyrir því að hamingjan er það besta í þessum heimi (á eftir börnunum mínum) og um að gera að halda henni, lífið er svo stutt og við vitum aldrei hvenær það verður hrifsað frá manni. Svo mikið hef ég lært í oft erfiðum kennslustundum lífsins skóla.
Nú er kominn háttatími hjá mér, þarf að vera fersk í klippingu á morgun, og kannski líka litun, svo á sennilega að klára tattúið mitt á morgun, svo að það er nóg að gera.
Lifið heil og haldið fast í hamingjuna.
Skjáumst
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband