Færsluflokkur: Bloggar

Langt síðan síðast

Sælir bloggvinir og allir hinir

Nú er orðið ansi langt síðan ég skrifaði hér inn síðast, það hefur svo margt gerst.

Ég er núna fráskilin og atvinnulaus einstæð móðir með 3 börn.

Árið 2009 var erfitt, flutningar og læra að vera ég sjáf sem einstaklingur. Skilnaðurinn var ekki á vinsamlegu nótunum en ég held að það sé að róast núna, kannski er ekkert sem heitir vinsamlegur skilnaður en þetta var rosalega erfitt á tímabili, ég verð að viðurkenna að ég var stundum hrædd og stressuð um að lætin færu að bitna á börnunum. Ég vona bara að þau hafi komist nokkuð ósködduð í gegn um þetta allt saman.

Ég kynntist manni sem ég hef verið í sambandi við, á stundum stormasamt en við virðumst vera háð félagsskap hvors annars, hann er yndislegur maður sem er góður við mig og börnin. Í bili erum við "kærustupar" en búum á sitt hvorum staðnum. Það skondna er að við vorum saman í skóla þegar við vorum börn og hann segist hafa verið hrifinn af mér þegar hann var ca. 8 ára, það tók hann nokkur ár að ná í stelpuna.

Bjarni minn er að verða 17 ára og ákvað að fara ekki í framhaldsskóla í bili og fékk góða vinnu á ruslabílnum, hann er kominn með kærustu og ég held að hann sé ánægður með lífið og tilveruna.

Stefanía mín er orðin 12 ára og á góðri leið með að kæfa mann úr hormónum stundum.

Birgir minn er 3 ára gullmoli sem heldur okkur við efnið og sér til þess að mamma hans vakni á skikkanlegum tíma og haldi skipulagi, hann er á leikskóla og blómstrar þar, hann er í hóp 6 barna sem færast upp um 2 deildir í haust, hann er framúrskarandi í fínhreyfingum og rökhugsun á deildinni sinni, púslar og perlar eins og hann sé 5 ára.

Við fengum okkur litla kisulóru sem er rúmlega 1 árs, hún heitir Isabella, en er yfirleitt kölluð Bella. Nú er mesta spennan að bíða eftir kettlingum, þeir koma vonandi fljótlega.

Mér var sagt upp vinnunni vegna of margra slysa (miðað við hvað álverið segir), ég vil meina að ég hafi verið of hreinskilin við yfirmanninn, hann hefur verið að bíða eftir afsökun fyrir að losna við mig lengi. Það varð til góðs á endanum, ég komst í samband við VIRK sem hjálpuðu mér að komast í sjúkraþjálfun og til sálfræðings, báðir eru búnir að hjálpa mér mikið.

Á morgun 29. eru komin 3 ár frá því ég missti bróður minn, sárin eru djúp og erfið viðureignar en hafa samt aðeins breyst, sorgin er aðeins að byrja að dofna þó að söknuðurinn og treginn sé enn jafn sár. Ég er ekki enn farin að gráta neitt að ráði, tek bara smá tarnir öðru hverju.

Ég er sátt við lífið sem ég á í dag, mér líður vel með börnunum mínum og kannski get ég farið aftur að vinna í vetur, það verður að koma í ljós. Í augnablikinu er ég ekki vinnuhæf vegna bakverkja eftir slys í álverinu 2009. Ég vona að ég verði ekki dæmd öryrki, ég hef þörf fyrir að vinna og umgangast fólk. Veit samt ekki hvað ég á að gera, ég hafði svo gaman að vinnunni í álverinu að mig langar helst þangað aftur, en fyrrverandi yfirmaðurinn vill ekki einu sinni ræða það, segir að ég sé svo hættuleg sjálfri mér (fáránlegt).

En kannski skrifa ég oftar hér inn í framtíðnni, ef ég hef eitthvað merkilegt að segja.

Skjáumst

Júllan


óskir

Ég vil óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir þau gömlu, vonandi gengur ykkur öllum allt í haginn á nýju ári.
Skjáumst
Júllan

er þetta ekki of langt gengið

Ég er algjörlega fylgjandi því að mótmæla, en svona hegðun skemmir fyrir. Allir vita að stjórnmálamenn heyra og sjá nákvæmlega það sem þeim sýnist og túlka allt á sem bestan veg fyrir þá sjálfa en þegar þeir fá svona geta þeir notað þetta sér í hag, þá segja þeir einmitt það sem Ingibjörg Sólrún lét út úr sér.
Reynum að halda friðinn, alla vega fram yfir áramótin.

mbl.is Óeirðasveit lögreglu kölluð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líður að jólum

Halló allir,
nú eru alveg að koma jól og allir komnir í dúndrandi jólaskap, hér er allt á réttu róli með skreytingar, bakstur og innkaup (sem sagt, á síðasta snúningi) Whistling.  Krakkarnir byrja í jólafríinu á föstudag, og ég á sunnudag, ég var svo heppin að fá frí öll jólin svo að ég á eftir að njóta þess að vera með börnunum mínum og sjá gleðina ljóma úr augunum.
 Þetta verða fyrstu jólin sem Birgir minn verður með einhverju viti til að opna pakka, hef bara smá áhyggjur að jólatréð verði að vera bundið í loftið, hann á líklega eftir að sjá í hillingum að fá soldið að tæta.
 Bjarni minn er langt kominn með gelgjuna, hann er allur að verða rólegri í skapinu, kannski líka af því að það er minni spenna á heimilinu, allt voða rólegt.
 Stefanía er algjör prinsessa, lætur dekra við sig og skammast sín ekkert fyrir það, annars er hún svo heillandi að hún fær að komast ótrúlega mikið upp með það.
 Ég er að minnka soldið vinnuna hjá mér, reyni að fækka aukavöktum. Er búin að komast að því að það borgar sig ekki að vera alltaf uppgefin og geta ekki notið lífsins og fjölskyldunnar á kostnað veraldlegra gæða.
Við systurnar fórum á Frostrósa tónleika um síðustu helgi, ég held að ég geti sagt alveg hreinskilningslega að þetta voru bestu tónleikar sem ég hef upplifað, alla vega var gæsahúðin stöðug og svo streymdu tárin öðru hverju, ég er ekki sú sterkasta þegar kemur að tilfinningum, skæli við minnsta tilefni, sérstaklega þessa dagana.
En ég er að reyna að finna hamingjuna, hún kemur varla í jólapakka, en einhversstaðar er hún, ég geri mér grein fyrir því að hamingjan er það besta í þessum heimi (á eftir börnunum mínum) og um að gera að halda henni, lífið er svo stutt og við vitum aldrei hvenær það verður hrifsað frá manni. Svo mikið hef ég lært í oft erfiðum kennslustundum lífsins skóla.
Nú er kominn háttatími hjá mér, þarf að vera fersk í klippingu á morgun, og kannski líka litun, svo á sennilega að klára tattúið mitt á morgun, svo að það er nóg að gera.
Lifið heil og haldið fast í hamingjuna.
Skjáumst
Júllan

Heyrnarmæling

Birgir minn kom vel út úr heyrnarprófinu, hann heyrir alveg eðlilega. Hann nennir bara ekki að tala, hann þarf þess heldur ekkert, það snúast allir í kringum hann hvort eð er.
Skjáumst
Júllan

Lífið í dag

Jæja, þá er enn ein helgin að baki.
Jónas og Stefanía fóru til Danaveldis og skildu okkur hin eftir á skerinu, við höfum það svo sem ágætt saman, afslöppun og rólegheit.
Ég er að vinna eins og skepna til að eiga fyrir jólum, búin að taka slatta af næturvöktum til að fá smá "boost" á launaseðilinn, annars er ég yfirleitt að vinna á kvöldin. Vinnan gengur vel og ég er ánægð að vera í skítnum og hávaðanum, það á einhvern veginn við mig. Annars gerðist það á föstudaginn að ég var að vinna á ofnunum (þar er ég að vinna með 1500 gráðu heitann málm) að ég sem er hrakfallabálkur ársins tókst að brenna mig á mínútugrilli, kaldhæðnin. Brunasárið hefst vel við og verður gróið áður en ég veit af.
Birgir minn fer í heyrnarmælingu í dag, þá fæ ég að vita hvort hann sé að heyra almennilega, læknirinn hafði smá áhyggjur af því að hann talar svo lítið. Ég hef litlar áhyggjur af því, hann er skýr strákur og virðist vera alveg heilbrigður, Bjarni talaði svo sem ekki mikið á þessum aldri heldur.
Svo er að koma tími á jólabakstur, ég, Ásrún og mamma ætlum að hittast um næstu helgi og baka saman, eða baka vandræði, það verður að koma í ljós.
Það vantar bara Stebba í hópinn, en við málum nokkrar piparkökur fyrir hann, hans er sárt saknað eins og alltaf, lífið er bara ekki samt án hans, hann sem var alltaf til í að vera með og elskaði fjölskylduna meira en nokkuð annað, þvílíkur missir sem aldrei á eftir að jafna sig.
Linda mín á erfitt þessa dagana, að missa litla barnið sitt er svo hræðilegt, ég hugsa mikið til hennar og vona að hún jafni sig og geti glaðst yfir þeim tveim yndislegu sem hún á, þó að það litla gleymist aldrei, það verður minning í hjartanu um ókomna tíð.
Við vorum í mat hjá mömmu í gærkvöldi ég, Birgir og Bjarni, fengum  bayonne skinku með allskonar meðlæti, frábær matur eins og alltaf hjá mömmu.
Ég er svo sem enginn ofurbloggari en ég skal reyna að vera duglegri að skrifa það sem á daga okkar drífur, málið er bara að finna tíma til að setjast niður.
Vona að allir hafi það gott og líði vel
Skjáumst
Júllan

Nýr texti við ísland er land þitt


Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt



Svona er lífið í dag

Þetta er nýr texti við lag Villa Vill. söknuður: 


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.

Við verðum bara að þola þetta.
Skjáumst
Júllan

2008, það er klassískt

Fékk þetta sent frá félaga mínum.

Þú veist að það er 2008 ef.....

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar

EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun


kaldhæðnin á bak við

Súlurnar sem bjánarnir sitja á eru úr áli. (Maður mótmælir EKKI álfyrirtæki sitjandi á alsúlum.) Ég talaði við eina stelpuna úr hhópnum og hún virtist ekki einu sinn vita hvort fyrirtækið væri álver og svo sem ekki heldur hvað væri framleitt í þessum tveim verksmiðjum.
mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband