Færsluflokkur: Bloggar
28.7.2010 | 03:21
Langt síðan síðast
Sælir bloggvinir og allir hinir
Nú er orðið ansi langt síðan ég skrifaði hér inn síðast, það hefur svo margt gerst.
Ég er núna fráskilin og atvinnulaus einstæð móðir með 3 börn.
Árið 2009 var erfitt, flutningar og læra að vera ég sjáf sem einstaklingur. Skilnaðurinn var ekki á vinsamlegu nótunum en ég held að það sé að róast núna, kannski er ekkert sem heitir vinsamlegur skilnaður en þetta var rosalega erfitt á tímabili, ég verð að viðurkenna að ég var stundum hrædd og stressuð um að lætin færu að bitna á börnunum. Ég vona bara að þau hafi komist nokkuð ósködduð í gegn um þetta allt saman.
Ég kynntist manni sem ég hef verið í sambandi við, á stundum stormasamt en við virðumst vera háð félagsskap hvors annars, hann er yndislegur maður sem er góður við mig og börnin. Í bili erum við "kærustupar" en búum á sitt hvorum staðnum. Það skondna er að við vorum saman í skóla þegar við vorum börn og hann segist hafa verið hrifinn af mér þegar hann var ca. 8 ára, það tók hann nokkur ár að ná í stelpuna.
Bjarni minn er að verða 17 ára og ákvað að fara ekki í framhaldsskóla í bili og fékk góða vinnu á ruslabílnum, hann er kominn með kærustu og ég held að hann sé ánægður með lífið og tilveruna.
Stefanía mín er orðin 12 ára og á góðri leið með að kæfa mann úr hormónum stundum.
Birgir minn er 3 ára gullmoli sem heldur okkur við efnið og sér til þess að mamma hans vakni á skikkanlegum tíma og haldi skipulagi, hann er á leikskóla og blómstrar þar, hann er í hóp 6 barna sem færast upp um 2 deildir í haust, hann er framúrskarandi í fínhreyfingum og rökhugsun á deildinni sinni, púslar og perlar eins og hann sé 5 ára.
Við fengum okkur litla kisulóru sem er rúmlega 1 árs, hún heitir Isabella, en er yfirleitt kölluð Bella. Nú er mesta spennan að bíða eftir kettlingum, þeir koma vonandi fljótlega.
Mér var sagt upp vinnunni vegna of margra slysa (miðað við hvað álverið segir), ég vil meina að ég hafi verið of hreinskilin við yfirmanninn, hann hefur verið að bíða eftir afsökun fyrir að losna við mig lengi. Það varð til góðs á endanum, ég komst í samband við VIRK sem hjálpuðu mér að komast í sjúkraþjálfun og til sálfræðings, báðir eru búnir að hjálpa mér mikið.
Á morgun 29. eru komin 3 ár frá því ég missti bróður minn, sárin eru djúp og erfið viðureignar en hafa samt aðeins breyst, sorgin er aðeins að byrja að dofna þó að söknuðurinn og treginn sé enn jafn sár. Ég er ekki enn farin að gráta neitt að ráði, tek bara smá tarnir öðru hverju.
Ég er sátt við lífið sem ég á í dag, mér líður vel með börnunum mínum og kannski get ég farið aftur að vinna í vetur, það verður að koma í ljós. Í augnablikinu er ég ekki vinnuhæf vegna bakverkja eftir slys í álverinu 2009. Ég vona að ég verði ekki dæmd öryrki, ég hef þörf fyrir að vinna og umgangast fólk. Veit samt ekki hvað ég á að gera, ég hafði svo gaman að vinnunni í álverinu að mig langar helst þangað aftur, en fyrrverandi yfirmaðurinn vill ekki einu sinni ræða það, segir að ég sé svo hættuleg sjálfri mér (fáránlegt).
En kannski skrifa ég oftar hér inn í framtíðnni, ef ég hef eitthvað merkilegt að segja.
Skjáumst
Júllan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 13:57
óskir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 15:48
er þetta ekki of langt gengið
Óeirðasveit lögreglu kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.12.2008 | 02:12
Líður að jólum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 12:49
Heyrnarmæling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 10:23
Lífið í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 08:04
Nýr texti við ísland er land þitt
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 23:20
Svona er lífið í dag
Þetta er nýr texti við lag Villa Vill. söknuður:
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 13:22
2008, það er klassískt
Fékk þetta sent frá félaga mínum.
Þú veist að það er 2008 ef.....
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar
EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 00:26
kaldhæðnin á bak við
Mótmælum á Grundartanga lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)