Arrrrgh !!!!!!

Nú fékk ég stórt kast, ég var að halla mér yfir fréttablaðið og lesa eitthvað í morgun þegar dettur svört lítil padda á blaðið, ég náttúrulega stekk til og garga, AAAAAA ertu lús !!  Svo var stokkið til og lúsakamburinn sóttur og kembt upp á líf og dauða, ég Stefanía, Bjarni og litli Birgir vorum öll kembd strax en engin lús fannst, bara ryk og smá flasa. Þvílíkur léttir, en ég ætla samt að kemba Jónas þegar hann kemur heim og svo verða allir kembdir aftur á hverjum degi næst vikuna (engir sénsar teknir hér). Ég er ennþá með hroll við tilhugsunina um að vera með lús og klæjar alls staðar, þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég veit um. En ég stoppa þetta um leið og það kemur, ef það kemur.
Kveðja
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÁ! Ég skil þig...þegar það hefur komið upp lús í skólanum hjá stelpunum, sem hefur verið á hverju hausti nema núna reyndar, þá verð ég virkilega ímyndurnarveik...klæjar alls staðar og nottlega mest í hausnum...er jafnvel farin að sjá ímyndaðar stórar lýs á færi í hárinu á dætrum mínum!  Við höfum samt verið svo heppin að þær hafa aldrei fengið lús ;) sem betur fer...

Annars bara knús á þig litla mín :*

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband