Nýtt ár

Jæja, það hlaut að koma að því, 2008 er komið.  Þetta ár verður vonandi allt öðru vísi en það síðasta, sem var sennilega erfiðasta ár sem ég hef upplifað, þvílíkar sveiflur hef ég ekki reynt áður.  En nú er allt jólastússið búið og hægt að fara að slappa af aftur, bara að vinna, sofa og borða milli þess sem maður elur upp börnin og kallinn. 
Jólin voru bara ágæt, erfið en gaman að sjá gleðina í andlitum barnanna, mér varð að orði rétt fyrir jól að sennilega hefði ég aldrei hlakkað eins lítið til jólanna og núna, sem er synd þar sem þetta voru fyrstu jólin hans Birgis míns, en þetta voru líka fyrstu jólin án Stebbans okkar, mér er sagt að þetta verði auðveldara með árunum, ég verð bara að vona það.
Pabbi og Jóhanna voru hjá okkur á aðfangadagskvöld, hef ekki verið með pabba á jólum síðan ég var 15 ára.  Eyddum svo áramótum hjá mömmu og Bjössa ásamt Heiðdísi og Daníel, það var voða gaman, spilað og sprengt langt fram á nótt, hundinum til lítillar gleði.
Krakkarnir eru að byrja í skólanum aftur og Birgir minn fær að vera í pössun hjá ömmu á meðan barnapían er að sinna sínum litla strák sem slasaðist um jólin, vonandi batnar honum fljótt.
En þetta er orðið gott, nú er að horfa á imbann og sauma soldið áður en ég fer að lúlla.
Áramótakveðjur
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Júlíanna Rut.

Gleðilegt ár fyrir þig og þína fjölskyldu.

Mér líst vel á að þú vonast eftir góðu ári,átti sjálfur erfitt ár.

En ég, eins og þú, lít fram á við með jákvæðum væntingum og vonum.

það eru allaveg vel hugsuð fyrirheit.

Gangi þér vel,í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:45

2 identicon

Gleðilegt ár elsku frænka mín og fjölskylda, mikið vona ég að það verði rétt!  Ég hringdi aldrei fyrir jólin, ætlaði sko laglega að heyra í þér (og fleirum reyndar...) en allt í einu voru jólin bara mætt á svæðið...fyrirvaralaust eins og alltaf!  Verð að bæta úr því við fyrsta tækifæri...og ég SKAL standa við það!

Góðar heilsur í bili...þarf að skjótast út um allan bæ og safna grísum sem ég á um allar trissur  ...  *knús* Guðrún

Guðrún E frænka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:56

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband