Langt síðan

Váá, nú er orðið langt síðan ég hef gefið mér tíma til að skrifa smá, en það er búið að vera svo mikið að gera að maður gleymir öllu nema vinnu, börnum og svefni. En alla vega er allt í lagi með okkur hérna heima, ég er meira að segja farin að fara á djammið öðru hverju aftur, hef ekki gert það að ráði lengi, alltaf gaman að djamma með vinnufélögunum, sérstaklega þegar er góð tónlist og hægt að dansa allan tímann.
 Annars er ég að komast á þá skoðun að margir íslenskir strákar gætu lært heilmikið af pólverjunum í skautsmiðjunnii, aðra eins herramenn hef ég bara sjaldan séð, þeir opna hurðir fyrir stelpurnar og bjóðast alltaf til að hjálpa ef eitthvað lítur út fyrir að vera erfitt eða þungt, þó að konur séu ekkert síðri eða aumari en karlmenn er samt alltaf gott að fá svona boð, manni finnst maður fá smá skammt af umhyggju eða eitthvað.
En anyway, þá ætla ég að fara að vinna núna og upplifa herramennskuna í strákunum okkar.
Skjáumst síðar
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Já Júllan mín.Það er alltaf notalegt þegar manni er sýnd umhyggja og/ eða væntumþykja.  Þú ert nú snillingur í að sýna mér hvorutveggja, takk fyrir það og takk fyrir að eiga þig, molinn minn.

Marta smarta, 11.3.2008 kl. 15:33

2 identicon

Sæl Júlíanna.

Ég er sammála að maður eigi  að létta sér lífið stundum,og gerir hver það hver með sínum hætti.Njóttu þess að vera til.Sólin er ekki alla daga.Og Íslenskir vetur eru ekki þeir ljúfustu í heimi hér.

Þá er gott að eiga góða að.

Sæl að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband