Partýhelgin búin

Úff, ég verð að segja að ég hef ekki haldið svona hressilegt partý í háa herrans tíð, það voru 20 - 30 manns hér þegar mest var og allt fór fram með háværum en skemmtilegum hætti ( að mestu leyti). Ég hélt sem sagt vinnupartý. Það var nefnilega þannig að hann Jónas minn fór til Belgíu vegna vinnunar og eins og svo oft gerist þá leika mýsnar inni þegar kötturinn fer út, ég kom börnunum í pössun og ákvað að djamma soldið hressilega, sem ég svo gerði. Madda vinkona kom til mín um 8 leytið og þá var byrjað á smá breezer, svo gekk allt eins og átti að gera þar til Madda mín fór að gera eitt og annað af sér (nefnum engin smáatriði, en hún var aðeins of ástúðleg við rangann aðila). En allt í allt var þetta frábær skemmtun, verður samt ekki endurtekin á þessum skala á næstunni.
Skjáumst
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Bara svona í framhaldi af partýupplýsingum, þá kom fyrrnefnd Júlla mín ansi svefnlaus að sækja 2 eldri ungana sína í Efstasundið. 
Skutlaði á sig gamaldags íslensku lambalæri með "ömmusósu" og öllu tilheyrandi, það hressir alltaf.
Lífið er stutt og um að gera að lifa því lifandi.
Allir voru í góðum gír og það er fyrir mestu.
Skál og syngja tra-la-la-la !!

Marta smarta, 31.3.2008 kl. 14:41

2 identicon

Hæ Júlla mín!!! Var að væblast á netinu þegar mér var hugsað til þín og ákvað barasta að googla nafninu þínu og vitir menn sjáið hvað ég fann!!!! Gaman að geta skoðað myndirnar og lesið hvað þið eruð að bralla! Ekkert smá hvað litli kall er orðinn stór,svoooldið langt síðan við hittumst seinnast,synd þar sem það er nú ekki langt á milli! En hvað með það,það má alltaf betur um bæta ekki satt! Vildi bara kvitta og láta vita af mér! Kær kveðja Allý

Allý (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband