Sumarfrí

Nú er alveg að koma að þessu, ég á bara 4 vaktir eftir þar til ég er komin í 3 vikna frí og rúmlega það. 3 vikum ætla ég að eyða hjá henni Ásrúnu minni í USA, þar verður verslað ógurlega og restina af tímanum legið í sólbaði og hlegið.
Það er svo skrýtið að þegar við vorum litlar vorum við sko engir sérstakir vinir, ég og hún litla systir mín. En eftir að við urðum eldri virðumst við bara verða meira og meira háðar því að vera í góðu sambandi hvor við aðra. Til dæmis finnst mér vera heil eilífð síðan ég sá hana síðast þó að það hafi bara verið í vetur, ég sakna þess ósegjanlega að tala við hana og fíflast með henni.
    Bjarni minn er annars alltaf að verða myndarlegri, það er eitthvað við hann sem er svo heillandi, hann er svo blíður og góður við alla ( nema kannski Stefaníu systir sína stundum ).
    Stefanía mín er að verða 10 ára núna í júní og það er svo gaman að fylgjast með því hvað hún er að verða mikil dama, hún er svo mikil prinsessa, það þarf allt að vera í stíl og má alls ekki vera í litum sem passa ekki saman eða neitt svoleiðis. (sko ekki eins og mamman).
   Birgir minn er bara snúlli, hann er farinn að labba um allt og tætir meira en nokkru sinni fyrr, hann segir nöfnin okkar núna nema ekki sitt eigið, hann sér sennilega enga ástæðu til þess, hann er aðalnúmerið í hans heimi hvort eð er.
En alla vega gengur allt sinn vanagang á heimilinu þessa dagana, allt í orden eins og sagt er.
Skjáumst
Júllan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

   

Góðan dag
Custom Smiley Eigðu góðan dag og gott sumarfrí.  Einhvernvegin eru þeir dagar bestir í mínum huga sem eru venjulegir: vaknað, unnið , málefnum sinnt sem liggja fyrir og svo sofa, vakna, vinna, sinna og sofa.  Ekkert upp og ekkert niður bara vellíðan í sinni einföldustu mynd.

 Happy Holidays 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 29.5.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband