Nýtt ár

Jæja, það hlaut að koma að því, 2008 er komið.  Þetta ár verður vonandi allt öðru vísi en það síðasta, sem var sennilega erfiðasta ár sem ég hef upplifað, þvílíkar sveiflur hef ég ekki reynt áður.  En nú er allt jólastússið búið og hægt að fara að slappa af aftur, bara að vinna, sofa og borða milli þess sem maður elur upp börnin og kallinn. 
Jólin voru bara ágæt, erfið en gaman að sjá gleðina í andlitum barnanna, mér varð að orði rétt fyrir jól að sennilega hefði ég aldrei hlakkað eins lítið til jólanna og núna, sem er synd þar sem þetta voru fyrstu jólin hans Birgis míns, en þetta voru líka fyrstu jólin án Stebbans okkar, mér er sagt að þetta verði auðveldara með árunum, ég verð bara að vona það.
Pabbi og Jóhanna voru hjá okkur á aðfangadagskvöld, hef ekki verið með pabba á jólum síðan ég var 15 ára.  Eyddum svo áramótum hjá mömmu og Bjössa ásamt Heiðdísi og Daníel, það var voða gaman, spilað og sprengt langt fram á nótt, hundinum til lítillar gleði.
Krakkarnir eru að byrja í skólanum aftur og Birgir minn fær að vera í pössun hjá ömmu á meðan barnapían er að sinna sínum litla strák sem slasaðist um jólin, vonandi batnar honum fljótt.
En þetta er orðið gott, nú er að horfa á imbann og sauma soldið áður en ég fer að lúlla.
Áramótakveðjur
Júllan

Flott mál

Í góðu lagi að verða ríkur á því að fá börn til að hreyfa sig og borða hollan mat.
mbl.is Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpugreyið

Hún þarf mikla hjálp þessi stelpa.
mbl.is Óttuðust að Britney myndi vinna sonum sínum mein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán í óláni

Sem betur fer slapp fólkið við meiðsli, bílarnir eru bara dauðir hlutir.
mbl.is Tvær bílveltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var útlendingur að skrifa?

Vá, blaðamaður mætti kynna sér málnotkunarreglur og málvenjur, svo er líka til nokkuð sem margir nota, kallað yfirlestur. Mæli með því.
mbl.is Bifreið sem var stolið er fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta jólaandinn

Ég hélt að fólk væri stundum að hugsa um fleira en sjálfan sig.  Þetta eru ljótar fréttir að fólk skuli hegða sér svona.
mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Ég vil óska öllum vinum og fjölskyldu nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vil þakka allan stuðning á árinu sem er að líða, sérstaklega eftir hinn hræðilega atburð sem átti sér stað í lok júlí, allur sá stuðningur sem við fengum og hlýjar hugsanir og kveðjur eru ómetanlegar og hjálpuðu mikið í sorg okkar. 

Gleðileg jól allir saman   Halo


Gestabókin

Endilega kvittið í gestabókina, þó að þið kommentið ekkert á bloggin.
Kær kveðja
Júllan

Helgin búin

Þetta er búin að vera ágætis helgi, fórum til Reykjavíkur á laugardag til að versla og náðum að klára næstum allar gjafirnar, nú er bara eftir að kaupa matinn og þá er allt á réttri leið.  Jónas minn er búinn að vera afskaplega þolinmóður í verslunarleiðöngrum (honum finnst ekki gaman í búðum).
Á sunnudag vorum við heima að pakka inn og dúllast saman, nema Jónas, hann þurfti að skreppa í vinnuna í smástund.  Eftir kvöldmat fór ég í það að baða og svæfa og allt það, Jónas var alveg frábær og þreif alla neðri hæðina og kláraði að bóna borðstofuna, eldhúsið og ganginn (hann var búinn með stofuna), hann er algjört æði. 
Af mér er annars bara það að frétta að ég er enn reyklaus, komnar 2 vikur.
Birgir litli er með mikilmennskubrjálæði þessa dagana og stendur upp við öll húsgögn og veggi (svo dettur hann auðvitað á hausinn) ekki nema 7 mánaða.
Stefanía er bara prinsessa og hlakkar til jólanna.
Bjarni minn er allur að koma til og virðist vera að létta aðeins yfir honm eftir áfallið í sumar, hann er allavega farinn að geta talað aðeins við mig um þetta allt, hann er svo mikið músarhjarta.
En þetta er ágætt í bili, meira seinna.
Skjáumst
Júllan

Stórfurðulegt

Þetta er alveg ferlega skrítið, hann hverfur og svo loks þegar hann kemur heim þá er hún farin.
Kannski var þeim báðum rænt af geimverum.   Alien

mbl.is Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband